Tuesday, August 30, 2011

Vinnivinnivinn

Jæja þá er ég komin með vinnu, að vísu bara í munnlegu samþykki svo konan gæti víst enn skipt um skoðun en við skulum vona að hún geri það ekki.
Þetta er ekki nema 20-25% vinna svo þetta er ekkert að fara að drepa mig og þetta er skólaprógram fyrir börn á einhverfu salanum, helst Aspergers svo þau tala alveg og geta farið á klósettið sjálf svo ég útskýri á mjög einfaldaðan hátt. Ég á eftir að gera art, music og dance/movement therapy með þeim svo ég fæ líka innsýn inní aðrar creative arts therapies, (nenni ekki að þýða). Ég byrja svo í kringum miðjan september og get vonandi fundið mér annað starf á móti sem barnapía en það er svona líka vel borgað hér í NY, borg súpermillana.
Kyle er á fullu í eðlisfræði og tölvunnarfræði svo ég nenni ekki að ræða hans skólamál þar sem mér finnst svoleiðis hlutir mínus spennandi.

Annars hlakka ég bara til haustsins ekki meiri hiti og raki og ógeð, get farið að vera í síðerma og síðskálma og hlíft fólki við lærunum og upphandleggjunum á mér hahaa. Svo eru svo gasalega margir ættingjar á leiðinni sem verður líka svaka gaman.

Já haust og kuldi og myrkur, vinna og ættingjar ég fagna því öllu!

Tuesday, August 23, 2011

Jaaaarrrðð skjáffttiiiii



ÉG sat í sófanum með Kyle og hélt að hann væri að hrista sófan, en svo var ekki. Keðjan á hurðinni sveiflaðist fram og til baka og við fundum allt húsið hristast, við vissum ekkert hvað var að gerast, en það fyrsta sem ég hugsaði var jarðsjálfti....en í New York??? Allavegna þá er það víst möguleiki...greinilegaa. Þetta var mjög flippað
Allir eru að pissa á sig og þetta er á öllum frétta stöðvum, búið að loka JFK og NEwark, held að Pentagon hafi verið rýmt.

Monday, June 13, 2011

Uppgjörningur



Ég pússaði, málaði hamraði og lakkaði svo þetta borð, ég er bara nokkuð stolt því það var frekar subbulegt þegar ég keypti það á tvöþúsundkall.

Saturday, June 11, 2011

Að Vinna eða Ekki Vinna

Í gær fór ég í annað skiptið í The Rebecca school að vinna með einhverfum krökkum í prógrami sem líður undir lok eftir 2 vikur. Þetta er 2 og hálfs tíma vinna á föstudögum og maður fylgir einu barni eftir allann daginn og hjálpar því að taka þátt í hverju fyrir sig, List,dans, trommum og leikfimi. Þetta er ágætlega borgað fyrir svona stuttan tíma en náttúrlega ekki til frambúðar. Konan sem rekur þetta er samt sem áður afar ánægð með mig og hefur lýst ánægju sinni yfir mjög skýrt svo það er bara að sjá til hvað setur með framhaldið því hún er víst að reyna að plana eitthvað í sumar til að ráða alla áfram yfir sumartímann.
Ég veit ekki með leiksólann sem ég fór í viðtal hjá því það viðtal var afar furðulegt. Ég kom þar og settist inn á bekkin þar sem krakkarnir hengja greinilega upp fötin sín og settist við hliðina á 3 hvítum ungum vingjarnlegum konum. Ég heyrði svo að það var kona að tala við aðra stúlku í opna ríminu fyrir framan, jú þá var kellingin að taka viðtal við liðið bara í röð og allir heyrðu hvað sá sem var í viðtali sagði. Mega óþægilegt, maður heyrði sumsé hvað hún spurði og hvað hún sagði og hvað atvinnusækjandinn svaraði og spurði. Þetta var mjög kvíðavekjandi svo lítið sé sagt. Svo héldu píurnar áfram að streima inn hver á fætur annarri, það komu svona 9 stelpur inn í heildina. Að vísu heyrði ég kelluna segja að 200 manns hefðu sent umsóknir og bara 20 fengið viðtal.
Þegar gálgaröðin kom að mér spurði hún mig strax beint út, so why dont you just want to be an art therapist? hummm sagði ég og útskýrði að börnin sem ég hafði unnið með áður hefðu verið mjög veik og tekið mjög á svo að heilbrigð börn hljómuðu mjög vel. Nú veit ég ekki hvort hún var ánægð með þetta svar. Þessi kella var frekar mikil bredda og hávær og ég fékk pínu á tilfinninguna að hún vildi alltaf ráða 100% öllu sem hún væri að gera. Þannig ég veit ekki alveg með þaaað starf maður þarf bara að halda áfram að senda og senda og senda umsóknir út. Rembast eins og rjúpan það eina leiðin til að fá eitthvað til að gerast, svo mikið er víst.

Annars hefur veðrið verið að gera mér lífið leitt 30-38 stiga hiti og sól. Það er mjög erfitt að vera hress og á fullu í þannig hita ég verð nú bara að viðurkenna. Loftkælining okkar sem er ný komin hefur verið sem himnasending þrátt fyrir byrjunaröðrugleika (fyrsta sem var send var útúrsmölluð aftan á svo við þurftum að senda hana tilbaka). Ég veit í alvöruni ekki hvernig fólk gat lifað án þess að hafa loftkælingu í gamla daga. Að vísu er sagt að köldustu sumrin núna eru heitari en þau heitustu í gamladaga gróðurhúsaáhrifin!!!!

Jæja það er allavega lifanlegra nú og rigning svo ég þarf ekki að fara að vökva tréið sem ég ætleiddi í hverfinu.
GLeðilegt suuuuuummaaaaaarr

Wednesday, June 08, 2011

Ógeð

Sunday, June 05, 2011

Það brann niður heil húsaröð ofar í götuni

Um miðja nótt kviknaði í þvottahúsi hér ofar í götuni, allar íbúðirnar fyrir ofan brunnu niður og það voru slökkviliðsmenn og löggur útum allt í hverfinu í dag. Það var víst ekki svefnfriður fyrir sírenum og þyrlum en ég og Kyle sváfum á okkar græna. Við fórum á einhvern mega ellimanna veitingastað sem heitir Junior´s aðfaranótt brunans og vorum í matarkóma það er allavega tilgátan mín.

Ýtið á fyrirsögninga hún er hlekkur!

Thursday, June 02, 2011

Myndir úr grasagarðinum


Inngangurinn


blómaklósup


Ég sjálf.




Fólk alveg sjúkt í að taka myndir af rósunum

Alveg brjálað


Svo ég tók líka mynd af rós


Japanski garðurinn



Einn gamall og vel girtur á því í lokin jú og svo líka....KYLE


Þreyttur að læra undir próf